Þúsundir bréfa varpa ljósi á Hemingway

Ernest Hemingway.
Ernest Hemingway. mbl.is

Þúsundir sendibréfa eftir ameríska rithöfundinn Ernest Hemingway, sem innihalda nákvæm smáatriði um líf hans eru nú talin geta varpað nýju ljósi á rithöfundinn, að sögn kúbverskra rannsakenda.

„Það er mikið um einkamál í þessum bréfum,“ útskýrir Rosalba Diaz í samtali við kúbverska dagblaðið Juventud Rebelde. Hún segist dolfallin yfir því hversu mörg bréf hafi fundist sem stangist á við ímynd hans sem villings.

Diaz, sem vinnur við að koma um 3.000 blaðsíðum af óbirtum bréfum Hemingways á tölvutækt form, er safnstjóri á fyrrverandi heimili Hemingways, Finca Vigia, sem yfirvöld í Havana hafa látið breyta í safn. „Hann reyndi að einangra sig á Kúbu, en það mistókst,“ sagði hún. Hún kvaðst hafa fengið gæsahúð þegar bréfin uppgötvuðust. Þeir sem vilja kynna sér Hemingway munu geta fengið aðgang að persónulegum skjölum hans að sögn safnstjórans. Hún segir að þó svo ekki hafi komið í ljós meiriháttar uppljóstranir um höfundinn þá gefi þau mun fullkomnari mynd á því hver Ernest Hemingway var í raun og veru.

Skáldið, sem skrifaði klassískar bækur á borð við „Hverjum klukkan glymur“ og „Vopnin kvödd“ flutti til Kúbu árið 1940 þar sem hann bjó í sama húsi þangað til 1960. Það var þar sem hann hóf að skrifa „Gamli maðurinn og hafið“ sem tryggði honum Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1954. Yfirvöld á Kúbu tóku hins vegar húsið hans yfir eftir að hann framdi sjálfsvíg í Idaho í Bandaríkjunum árið 1961. Vinna við að skrásetja verk hans hófst árið 2003 eftir sögulegt samkomulag milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og á Kúbu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir