Engin jafn fögur og eiginkonan

Michael Caine ásamt Scarlett Johansson
Michael Caine ásamt Scarlett Johansson Reuters

Leikarinn Michael Caine, sem er 75 ára, segist aldrei hafa freistast til þess að halda framhjá eiginkonunni. Caine hefur leikið með mörgum fögrum leikkonun, svo sem Scarlett Johansson, Kate Winslet, Sigourney Weaver, Demi Moore og Sandra Bullock. Segir Caine að engin kona sem hann hafi hitt sé jafn fögur og eiginkonan Shakira en þau hafa verið gift í 35 ár.

„Ég var alltaf að leika í ástarsenum með mjög fögrum konum.  Þú ferð í settið og þar er ein af fallegustu konum heims og leikstjórinn segir þér að fara úr fötunum og hoppa upp í rúm. Það var oft mikil freisting svo ég ákvað  að ég myndi aldrei kvænast konu sem var ekki jafn fögur og þær konur sem ég vann með.  Þannig að ég kvæntist konu sem er í rauninni fegurri en flestar þær konur sem ég hef unnið með þannig að freistingarnar voru heima við ekki í vinnunni," segir Caine.

Caine sá Shakiru, sem er fyrrum fegurðardrottning, í auglýsingu fyrir Maxwell House kaffi. Hann fékk símanúmerið hjá henni hjá vini sem vann í auglýsingageiranum. Eftir að hafa hringt í hana í nokkur skipti samþykkti hún að hitta hann og hafa þau verið óaðskiljanleg síðan.

Shakira  hætti að starfa sem skartgripahönnuður á sínum tíma til þess að geta fylgt Caine eftir. Í viðtali við Daily Mirror segir Caine að ef maður fer í burt í þrjá mánuði þá kynnist hann fullt af nýju fólki og konan einnig heimavið. Þegar þau hittast á ný eru þau eins og ókunnugt fólk. Hann segir að Shakira sé í raun hluti af honum og þau séu enn yfir sig ástfangin. Þau hafi alla tíð elskað hvort annað og þannig verði það  um ókomna tíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar