Engin jafn fögur og eiginkonan

Michael Caine ásamt Scarlett Johansson
Michael Caine ásamt Scarlett Johansson Reuters

Leik­ar­inn Michael Caine, sem er 75 ára, seg­ist aldrei hafa freist­ast til þess að halda fram­hjá eig­in­kon­unni. Caine hef­ur leikið með mörg­um fögr­um leik­kon­un, svo sem Scarlett Johans­son, Kate Winslet, Sigour­ney Wea­ver, Demi Moore og Sandra Bullock. Seg­ir Caine að eng­in kona sem hann hafi hitt sé jafn fög­ur og eig­in­kon­an Shakira en þau hafa verið gift í 35 ár.

„Ég var alltaf að leika í ást­ar­sen­um með mjög fögr­um kon­um.  Þú ferð í settið og þar er ein af fal­leg­ustu kon­um heims og leik­stjór­inn seg­ir þér að fara úr föt­un­um og hoppa upp í rúm. Það var oft mik­il freist­ing svo ég ákvað  að ég myndi aldrei kvæn­ast konu sem var ekki jafn fög­ur og þær kon­ur sem ég vann með.  Þannig að ég kvænt­ist konu sem er í raun­inni feg­urri en flest­ar þær kon­ur sem ég hef unnið með þannig að freist­ing­arn­ar voru heima við ekki í vinn­unni," seg­ir Caine.

Caine sá Shak­iru, sem er fyrr­um feg­urðardrottn­ing, í aug­lýs­ingu fyr­ir Maxwell Hou­se kaffi. Hann fékk síma­núm­erið hjá henni hjá vini sem vann í aug­lýs­inga­geir­an­um. Eft­ir að hafa hringt í hana í nokk­ur skipti samþykkti hún að hitta hann og hafa þau verið óaðskilj­an­leg síðan.

Shakira  hætti að starfa sem skart­gripa­hönnuður á sín­um tíma til þess að geta fylgt Caine eft­ir. Í viðtali við Daily Mirr­or seg­ir Caine að ef maður fer í burt í þrjá mánuði þá kynn­ist hann fullt af nýju fólki og kon­an einnig heimavið. Þegar þau hitt­ast á ný eru þau eins og ókunn­ugt fólk. Hann seg­ir að Shakira sé í raun hluti af hon­um og þau séu enn yfir sig ást­fang­in. Þau hafi alla tíð elskað hvort annað og þannig verði það  um ókomna tíð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú getur komið miklu í verk á heimilinu í dag. Gefðu þér því tíma til að sinna því og sjáðu, hvað allt verður auðvelt á eftir. Ein góð hugmynd getur frelsað þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú getur komið miklu í verk á heimilinu í dag. Gefðu þér því tíma til að sinna því og sjáðu, hvað allt verður auðvelt á eftir. Ein góð hugmynd getur frelsað þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell