Gleraugu Mahatma Ghandi verða seld á uppboði í New York í næsta mánuði. Gandhi sagði eitt sinn að gleraugun, sem hafa orðið að tákni friðarleiðtogans, hafi gefið honum sýn svo hann gæti frelsað Indland.
Þá verður einnig boðið upp á sandala og vasaúr sem voru í eigu Gandhi. Gripirnir eru metnir á 42.000 dali (tæpar fimm milljónir kr.), en búist er við því að þeir verði slegnir á mun hærra verði.
Búist er við því að fjölmenni verði viðstatt uppboðið. Þar sem Gandhi átti mjög lítið af veraldlegum eigum þá er búist fólki hvaðanæva af úr heiminum.
Gandhi gaf indverska ofurstanum H. A. Shiri Diwan Nawabin gleraugun á þriðja áratug síðustu aldar þegar herforinginn bað Gandhi um að verða sér innblástur.