Breska leikkonan Kate Winslet hefur sópað að sér verðlaununum að undanförnu fyrir túlkun sína í kvikmyndnni The Reader. Myndin er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna og veðja margir á að Winslet fari þar einnig með sigur af hólmi. Það er hins vegar ekki á jafnmargra vitorði að Íslandsvinurinn Nico Muhly á heiðurinn af tónlistinni í kvikmyndinni.
Muhly er á mála hjá íslenska útgáfufyrirtækinu Bedroom Community sem Valgeir Sigurðsson, tónlistarmaður og upptökustjóri, stofnaði ekki alls fyrir löngu. Muhly hefur margoft komið fram á tónleikum hér á landi, nú síðast í janúar þar sem hann kom fram á sérstöku BC-kvöldi á Kaffibarnum.