Bestu fréttamyndirnar valdar

Verðlaunamynd Anthony Suau, sem er ljósmyndari fyrir fréttatímaritið Time.
Verðlaunamynd Anthony Suau, sem er ljósmyndari fyrir fréttatímaritið Time.

Mynd bandaríska ljósmyndarans Anthony Suau var í dag valin fréttamynd ársins af samtökunum World Press Photo. Myndin sýnir lögreglumann, vopnaðan skammbyssu, ganga úr skugga um að fólk, sem borið var út úr íbúð sinni í Cleveland í Ohio, hafi yfirgefið íbúðina.

Myndin þykir táknræn fyrir efnahagskreppuna, sem allur heimurinn hefur fundið fyrir síðustu misseri og rakin er til svonefndra undirmálslána, sem veitt voru á bandarískum fasteignamarkaði.  

„Styrkur myndarinnar felst í andstæðunum sem hún sýnir. Þetta er tvöföld tvíræðni. Stríð, í hefðbundnum skilningi þess orðs, hefur færst inn í heimili fólks vegna þess að það getur ekki greitt fasteignalánin sín," sagði MaryAnne Golon, formaður dómnefndar keppninnar. 

Hún sagði að myndin væri bæði góð og fjallaði um það, sem án efa hefði verið mál ársins 2008 á heimsvísu. 

Nærri 5600 ljósmyndarar frá 124 löndum sendu myndir í keppnina. Alls fengu 64 ljósmyndarar frá 27 löndum verðlaun í 20 flokkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir