Peter Gabriel mótmælir

Peter Gabriel.
Peter Gabriel.

Breski tónlistarmaðurinn Peter Gabriel er hættur við að koma fram á Óskarsverðlaunahátíðinni, sem fer fram síðar í þessum mánuði. Gabriel er ósáttur við að fá aðeins 65 sekúndur til að flytja lag eftir sig, sem er tilnefnt sem besta lagið í ár, á hátíðinni.

Gabriel segir að hann hefði vonast til þess að hann fengi að flytja lagið „Down To Earth“, sem er í teiknimyndinni Wall-E, í fullri lengd. Lagið samdi Gabriel ásamt bandaríska tónskáldinu Thomas Newman.

Þrjú lög eru tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár og þau verða flutt öll í einni lagasyrpu.

„Þetta er hálf leiðinlegt,“ segir Gabriel í myndskeiði, sem er birt á vefsíðunni hans. Hann bætir við að hann sé „gamall karlskröggur“ sem megi við því að mótmæla aðeins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir