Systur í (Evróvisjón) anda

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Eva María Jónsdóttir
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Eva María Jónsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar tilkynnt var um að hinar vinsælu sjónvarpskonur Eva María Jónsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir myndu leiða saman sjarmahesta sína í forkeppni Evróvisjón runnu tvær grímur á suma. Myndu þær ná saman? Eða yrði þetta nokkurs konar valdabarátta? Hið fyrrnefnda varð ofan á og það heldur betur. Tvíeykið hefur verið á miklu flugi allt frá byrjun og haldið uppi rennsli þáttanna þegar misgáfuleg lög hafa ætlað að bera hann ofurliði. Á milli þeirra hefur verið telepatískt grallarasamband sem skilar sér óhindrað inn í stofur landsmanna.

„Við þekktumst áður, en bara af því að við vorum að vinna í sama húsi,“ útskýrir Eva í símann á miðjum handahlaupum í undirbúningi lokaþáttarins sem fram fer á morgun.

„Við komumst svo að því, okkur báðum til furðu, að við erum andlegar systur. Og höfum flissað mikið og hlegið í öllum undirbúningnum. Það er auðvitað þægilegt að vinna með manneskju þar sem samskipti eru óheft og án allrar stífni. Við erum þá saman öllum stundum utan vinnu líka, ég er t.d. að kenna Ragnhildi að drekka kaffi um þessar mundir.“

Vinkonurnar hafa líka vakið athygli fyrir glúrið fataval og eru afskaplega samstiga í þeim efnum.

„Fyrsti „búningurinn“ sem við vorum í var reyndar gagnrýndur mjög harkalega af öllum, áhorfendum sem innanbúðarfólki,“ segir Eva María og hlær. „Þannig að nú lítur yfirútlitshönnuður sjónvarpsins eftir okkur og passar að við séum snyrtilegar til fara.“

Eva María segir að lagt hafi verið upp með að vera léttar og kátar.

„Auðvitað er ekki hægt að taka þetta grafalvarlega en um leið elskum við þessa keppni af öllu hjarta eins og svo margir. Það er það sem er svo fallegt við hana. Við vorum báðar í vinkonuhópum í gamla daga þar sem legið var yfir myndbandsupptökum af keppnunum. Þannig að það var hægur vandi fyrir okkur að gefa okkur svona í þetta.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir