Lagið Is it true eftir Óskar Pál Sveinsson, í flutningi Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur verður fulltrúi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í Moskvu í maí. Lagið fékk flest atkvæði í símakosningu eftir að átta lög höfðu verið flutt í beinni útsendingu Sjónvarpsins.
Næstflest atkvæði fékk lagið Undir regnbogann, eftir Hallgrím Óskarsson og Eirík Hauksson, í flutningi Ingólfs Þórarinssonar.
Eurovisionvefur Ríkisútvarpsins