Spyr spurninganna sem fólkið heima í stofu vill spyrja

Sölvi kemur með nýþvegnar og straujaðar skyrtur.
Sölvi kemur með nýþvegnar og straujaðar skyrtur. mbl.is/Golli

„Þetta á að vera fjölbreytt, bæði alvöru umræða en líka skemmtun,“ segir Sölvi Tryggvason um nýjan sjónvarpsþátt sinn, Spjallið með Sölva, sem hefur göngu sína á Skjá einum á laugardaginn eftir viku.

„Hugmyndin er sú að spyrja spurninganna sem fólkið heima í stofu myndi spyrja. Þetta er bara spurning um að hafa djörfung til að spyrja að öllu, algjörlega umbúðalaust. Mig langar að vera heiðarlegur við viðmælendur, og ég gef þeim tækifæri til að svara. Þetta er sem sagt ekkert mjög ágengt, en ég mun spyrja óþægilegra spurninga, og vonandi spurninga sem menn hafa ekki mikið spurt áður,“ segir Sölvi sem ætlar í sumum tilfellum að hafa einn viðmælanda í viðtali, en stundum fleiri í einu.

Á meðal viðmælenda Sölva á næstu vikum verða líklega Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Guðni Ágústsson, Jóhannes eftirherma, Logi Geirsson, Katrín Jakobsdóttir, Lára Ómarsdóttir og Ómar Ragnarsson.

„En svo verður svona ný tegund af viðtölum, sem eiga kannski eftir að koma svolítið á óvart,“ segir Sölvi sem ætlar að bregða á leik með Þorleifi Arnarssyni leikara sem mun bregða sér í hlutverk hinna ýmsu manna sem Sölvi mun svo taka „háalvarleg“ viðtöl við.

Hver þáttur er um klukkutími og verður á laugardagskvöldum kl. 20. Hann mun því skarast við Spaugstofuna. „En hún er nú búin fimm mínútur yfir átta, þannig að þetta sleppur alveg,“ segir Sölvi og hlær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir