Kveikt á friðarsúlunni í kvöld

Kveikt verður á listaverki Yoko Ono, Imagine Peace Tower í Viðey í kvöld. Tilefnið er 76 ára afmælisdagur listakonunnar og friðarsinnans Yoko Ono, sem færði Íslendingum friðarsúluna að gjöf haustið 2007. Kveikt verður á friðarsúlunni um sólsetur og mun hún lýsa til morguns.

Yoko Ono hefur tekið miklu ástfóstri við Ísland og hugðist halda afmælisveislu sína í Reykjavík, en af óviðráðanlegum ástæðum átti hún ekki heimangengt frá New York. Af þeim sökum var tekin ákvörðun um að færa upplifunina af Íslandi á hennar heimaslóðir og verður bein útsending frá friðarsúlunni á vefsíðunni imaginepeace.com

Sérstök aukasigling verður til Viðeyjar klukkan 20:00 í kvöld. Ferð Eldingar er frá Skarfabakka í Sundahöfn og fást allar upplýsingar á elding.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar