Officera-klúbburinn undir stjórn Einars og Atla

Einar Bárðarson.
Einar Bárðarson.

„Við ætlum að blása miklu lífi í klúbbinn,“ segir Atli Rúnar Hermannsson, framkvæmdastjóri Concerts, en hann og Einar Bárðarson hafa tekið yfir hinn fornfræga Officera-klúbb á Keflavíkurflugvelli. Þeir félagar ætla sér stóra hluti með staðinn.

„Stapinn er í yfirhalningu um þessar mundir og hann hefur ekki verið starfræktur í um það bil ár. Þannig að það hefur vantað stað af þessari stærðargráðu á Suðurnesjum, það hefur vantað stað fyrir árshátíðir, stóra dansleiki og annað slíkt. En við erum náttúrlega báðir með mikla reynslu í svona málum, og teljum okkur vel hæfa til að gera góða hluti þarna,“ segir Atli.

Officera-klúbburinn hefur meira og minna verið lokaður síðan herinn fór, þótt nokkur böll hafi að vísu verið haldin þar. „Þetta er gríðarlega stórt, ég held að húsið sé um 2.000 fermetrar, og þetta er langstærsta samkomuhúsið suður með sjó. Þetta er til dæmis töluvert stærra en Stapinn,“ segir Atli og bætir því við að þeir félagar ætli ekki að gera miklar breytingar á staðnum. „Allavega ekki á innviðum hans, það er það sem er svo kúl við staðinn, þetta þunga og brúna herútlit.“

Fyrsta skemmtunin í klúbbnum undir stjórn þeirra félaga verður á laugardaginn. „Þá verður árshátíð haldin þarna, og svo verður opið ball með Í svörtum fötum frá miðnætti,“ segir Atli. Þeir félagar ætla að standa fyrir reglulegum uppákomum í klúbbnum, en þar verður þó ekki opið um hverja einustu helgi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka