Hljómsveitin Sigur Rós var valin Höfundur ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum, sem eru afhent í Sjónvarpssal í kvöld. Verðlaunin eru nú afhent í 15. sinn.
Auk Sigur Rósar voru þau Bragi Valdimar Skúlason, Emiliana Torrini, Jóhann Jóhannsson og Áskell Jónsson tilnefnd sem höfundar ársins 2008.
Þá var Ora eftir Áskel Másson valið tónverk ársins. Það er konsert fyrir sex slagverksleikara og sinfóníuhljómsveit sem var frumfluttur í maí 2008 af slagverkshópnum Kroumata og Sinfóníuhjómsveitinni í Lathi í Finnlandi undir stjórn Osmos Vänskä.