Elektra miklu vinsælli en Jóhanna?

Jóhanna Guðrún
Jóhanna Guðrún mbl.is/Eggert

Bandaríska rokksveitin The Killers er við sama heygarðshornið í efsta sæti lagalistans, en Íslendingar virðast hreint ekki orðnir leiðir á slagaranum þeirra „Human“. Ekki frekar en þeir geta orðið leiðir á Eurovision og öllu sem þeirri blessuðu keppni viðkemur. Þannig eru hvorki fleiri né færri en fimm af 20 vinsælustu lögum landsins um þessar mundir úr undankeppni Eurovision, eða 25%. Sérstaka athygli vekur að sigurlagið, „Is It True?“ með Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur nær aðeins 20. sætinu, og því eru fjögur lög úr keppninni vinsælli en sigurlagið. Hæst kemst lagið „Got No Love“ með stúlknarokksveitinni Elektru, en það nær hvorki meira né minna en þriðja sætinu, og er því 17 sætum ofar en sigurlagið. Þessar miklu vinsældir lagsins ættu svo sem ekki að koma mörgum á óvart, enda var almennt talað um að þær stöllur hefðu unnið „fjölmiðlastríðið“ sem geisaði milli keppenda síðustu dagana fyrir úrslit.

Edgar Smári og félagar hans ná svo 12. sætinu, Jógvan því 14. og loks nær Ingó 18. sætinu, en lag hans, Undir regnbogann, hafnaði í öðru sæti í Söngvakeppninni á laugardaginn. Þetta ósamræmi milli lagalistans og úrslitanna er því nokkuð áhugavert.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir