Metaðsókn á Vetrarhátíð

Frá setningu Vetrarhátíðar
Frá setningu Vetrarhátíðar mbl.is/Árni Sæberg

Metaðsókn var á Vetrarhátíð sem fram fór um síðustu helgi í Reykjavíkurborg en 10 þúsund manns sóttu hátíðina.  Þetta kemur fram í yfirliti um framkvæmd hátíðarinnar sem lagt var fram á fundi borgarráðs í dag.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, segir ánægjulegt hversu vel heppnuð hátíðin hafi verið og að aðsóknartölur sýni að borgarbúar hafi kunnað að meta þá fjölbreyttu dagskrá sem í boði var.

Í sameiginlegri bókun borgarráðsmanna segir:

,,Vetrarhátíð í Reykjavík, sem var haldin í áttunda skipti síðustu helgi, heppnaðist einstaklega vel. Aðsókn var betri en nokkru sinni fyrr og fór fram úr björtustu vonum. Til dæmis heimsóttu á þriðja þúsund gesta Listasafn Reykjavíkur og má áætla að allt að 10.000 manns hafi notið þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem boðið var uppá á Safnanóttinni. Borgarráð fagnar því hversu vel tókst til við framkvæmd hátíðarinnar og þakkar starfsfólki og þeim fjölmörgu borgarbúum sem lögðu hátíðinni lið."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir