Framlag Georgíumanna til Eurovision söngvakeppninnar, sem haldin verður í Moskvu í maí, hefur þegar valdið ólgu. Lagið nefnist nefnilega á ensku: We don't wanna put in, og ekki þarf mikið hugmyndaflug til að sjá að verið er að vísa til Vladímírs Pútíns, forsætisráðherra Rússa.
Georgíumenn og Rússar lentu í hörðum stríðsátökum sl. sumar og Pútín gagnrýndi þá stjórnvöld í Georgíu í alþjóðlegum fjölmiðlum. Georgíumenn ætluðu fyrst ekki að senda lag til Moskvu en hafa nú ákveðið að senda söngflokkinn Stephane and 3G með þetta lag.
Stephanie og stöllur hennar syngja m.a: Við ætlum að reyna að skjóta inn smá diskói í nótt. Um leið beina þær vísifingri að höfði sér og þykjast skjóta.