Óskarinn afhentur í kvöld

Keppst er við að skúra, skrúbba og bóna fyrir 81. …
Keppst er við að skúra, skrúbba og bóna fyrir 81. Óskarsverðlaunahátíðina sem fram fer í Hollywood í kvöld. Reuters

Kvik­mynd­in Slumdog Milli­onaire er tal­in sig­ur­strang­leg­ust fyr­ir Óskar­sverðlauna­hátíðina sem fram fer í Hollywood í kvöld. Verið er að leggja loka­hönd á und­ir­bún­ing fyr­ir hátíðina.

Þetta verður í 81. sinn sem hin eft­ir­sóttu Óskar­sverðlaun verða veitt. Búið er að ryk­suga rauða dreg­il­inn og búið er að loka göt­um um­hverf­is Kodak leik­húsið í kvik­mynda­borg­inni Hollywood, enda inn­an við sól­ar­hring­ur þar til veisl­an hefst. 

Mest­ar vænt­ing­ar eru í kring um Slumdog Milli­onaire en kvik­mynd­in hef­ur rakað til sín verðlaun­um á kvik­mynda­hátíðum und­an­farið. Flest­ir veðja því á að mynd­in fái stytt­una fyr­ir bestu kvik­mynd árs­ins, jafn­vel þótt kvik­mynd­in The Curi­ous Case of Benjam­in Butt­on hafi fengið flest­ar til­nefn­ing­ar, eða 13 tals­ins.

Slumdog Milli­onaire fjall­ar um veg­ferð ind­versks pilt frá fá­tækt til ríki­dæm­is en eft­ir að hafa al­ist upp í fá­tækt­ar­hverf­um Mumbai end­ar hann með því að vinna millj­ón­ir í spurn­inga­keppni í sjón­varpi og sam­ein­ast ást­inni sinni. Kvik­mynda­sér­fræðing­ar hafa líkt ferli mynd­ar­inn­ar við sögu aðal­per­són­unn­ar: fram­leiðslu­kostnaður henn­ar var „aðeins“ 15 millj­ón­ir doll­ara (um 1,7 millj­arð króna) sem þykir víst lítið vest­an­hafs, mynd­in skart­ar óþekkt­um leik­ur­um og er textuð að hluta, sem Banda­ríkja­mönn­um þykir ljóður. Ekki munaði miklu að mynd­in yrði ein­göngu  gef­in út á mynddisk­um í Banda­ríkj­un­um í fyrra en það hefði úti­lokað mynd­ina frá keppn­inni um Óskar­inn.

Sem fyrr seg­ir kepp­ir mynd­in við The Curi­ous Case of Benjam­in Butt­on um verðlaun­in fyr­ir bestu kvik­mynd­ina sem og við mynd­irn­ar Frost/​Nixon, Milk og The Rea­der. Hvað önn­ur verðlaun varðar veðja flest­ir á að Sean Penn hljóti Óskar­inn fyr­ir besta leik í karlhlut­verki fyr­ir hlut­verk sitt í mynd­inni Milk þar sem hann leik­ur sam­kyn­hneigðan stjórn­mála­mann. Marg­ir telja þó að Mickey Rour­ke væri ekki síður vel að verðlaun­un­um kom­inn fyr­ir leik sinn í mynd­inni The Wrest­ler.

Kate Winslet er hins veg­ar tal­in sig­ur­strang­leg­ust þegar kem­ur að aðal­hlut­verk­um kvenna fyr­ir frammistöðu sína í kvik­mynd­inni The Rea­der þar sem hún leik­ur vörð í út­rým­ing­ar­búðum nas­ista. Henn­ar helstu keppi­naut­ar eru Meryl Streep og Mel­issa Leo.

Þegar kem­ur að verðlaun­um fyr­ir besta karlhlut­verk í auka­hlut­verki veðja flest­ir á að hinn sál­ugi Heath Led­ger hreppi stytt­una fyr­ir hlut­verk sitt sem Jóker­inn í Batman mynd­inni The Dark Knig­ht. Ræt­ist þær spár verður ástr­alski leik­ar­inn ann­ar í sög­unni til að hljóta Óskar­inn eft­ir and­lát sitt. Penelope Cruz er hins veg­ar tal­in sig­ur­strang­leg­ust í flokki leik­kvenna í auka­hlut­verki fyr­ir leik sinn í grín­mynd Woo­dy Allens Vikcky Crist­ina Barcelona.

Skipu­leggj­end­ur hátíðar­inn­ar hafa lofað nýrri um­gjörð um hátíðina í ár en með því er talið að þeir séu að reyna að auka áhorf á hana á ný eft­ir að verðlauna­hátíðin í fyrra fékk versta áhorf sög­unn­ar. M.a. hafa þeir haldið því leyndu hver verða kynn­ar hátíðar­inn­ar í því skyni að byggja upp spennu í kring um hana.

Í gær fór hins veg­ar fram hin al­ræmda Razzie hátíð þar sem veitt eru verðlaun fyr­ir verstu kvik­mynd­ir liðins árs. Þar hlaut kanadíski grín­leik­ar­inn Mike Myers þrjú verðlaun fyr­ir kvik­mynd­ina The Love Guru auk þess sem Par­is Hilt­on var veitt þrjú verðlaun.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka