Risarotta í Kína

Rottan er engin smásmíði.
Rottan er engin smásmíði.

Tekist hefur að fanga risarottu í kínversku borginni Fuzhou, þar sem um sex milljónir manna búa. Rottan líkist raunar meira ketti en venjulegri rottu, en skottið mældist alls 12 tommur, um 30 sentimetrar.

Rottan, sem vegur um þrjú kíló, er talin vera bambus-rotta eða Rhizomys sinensis.

Geta slíkar rottur náð allt að fjögurra kílóa þyngd.

Rottan sést hér lifandi á myndinni en ekki er vitað annað en að hún sé enn á lífi í vörslu fangara hennar Xian.

Bindur Xian vonir við að kvikyndið muni reynast verðmætt, enda fágætt eintak á ferð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar