Á toppi Vesturheims

Sæmundur Þór Sigurðsson
Sæmundur Þór Sigurðsson mbl.is

„Þetta er búinn að vera draumur hjá mér í nokkur ár,“ segir Sæmundur Þór Sigurðsson, sem gerði sér lítið fyrir og gekk einsamall upp á tind hæsta fjalls í Vesturheimi, Aconcagua í Argentínu.

Hann náði tindinum 17. febrúar síðastliðinn. Fjallgangan tók ekki nema átta daga, en venjulega tekur slík ferð um 17 daga. „Vegna þess að ég var kominn með hæðaraðlögun úr Bólivíu og Perú gat ég þetta á svo stuttum tíma,“ útskýrir Sæmundur, sem hafði á þriggja mánaða ferðalagi um Suður-Ameríku þegar klifið þrjú fjöll í Perú og Bólivíu áður en hann sneri sér að Aconcagua. Þá tók ferðin niður fjallið tvo daga. Hann viðurkennir að hafa ekki verið alveg viss um hvort hann ætlaði á tindinn. „Á síðustu metrunum ákvað maður að skella sér á þetta, prófa þetta,“ segir Sæmundur.

Sæmundur hafði nokkrar áhyggjur af háfjallaveikinni og fór sér því í engu óðslega. Hann telur síðasta daginn hafa verið erfiðastan. „Síðustu 3-400 metrarnir voru mjög erfiðir. Ég var orðinn loftlaus, ég andaði hratt en náði litlu súrefni úr loftinu. Af því að ég var einn á ferð ákvað ég að fara ekki upp í efstu búðirnar, heldur [fara upp á toppinn] frá næstefstu búðunum,“ segir Sæmundur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka