Viltu vinna milljarð? sigraði

00:00
00:00

Breska kvik­mynd­in Slumdog Milli­onaire, sem nefnd er Viltu vinna millj­arð? hér á landi, fékk 8 Óskar­sverðlaun í nótt og var m.a. val­in besta mynd­in og Danny Boyle var út­nefnd­ur besti leik­stjór­inn.

Ind­verska tón­skáldið A.R. Rahm­an fékk verðlaun bæði fyr­ir besta lagið og tónlist  í Viltu vinna millj­arð? og mynd­in fékk einnig verðlaun fyr­ir hand­rit, kvik­mynda­töku, hljóðsetn­ingu og klipp­ingu.

Breska leik­kon­an Kate Winslet fékk verðlaun fyr­ir besta leik í aðal­hlut­verki fyr­ir mynd­ina The Rea­der og banda­ríski leik­ar­inn Sean Penn var val­inn besti leik­ar­inn í aðal­hlut­verki fyr­ir mynd­ina Milk. Sú mynd fjall­ar um ævi banda­ríska stjórn­mála­manns­ins Har­vey Milk, sem var bar­áttumaður fyr­ir rétt­ind­um sam­kyn­hneigðra.

„Þakka ykk­ur fyr­ir, þakka ykk­ur fyr­ir, komma- homma­dýrk­end­ur. Ég átti ekki von á þessu," sagði Penn þegar hann tók við verðlaun­un­um. Hann hvatti í þakk­arræðu sinni and­stæðinga hjóna­bands fólks af sama kyni að end­ur­skoða af­stöðu sína.

Winslet, sem fimm sinn­um áður hef­ur verið til­nefnd til Óskar­sverðlauna, viður­kenndi að hana hafi lengi dreymt um að fá þessi verðlaun.  „Ég segði ósatt ef ég segðist ekki hafa und­ir­búið út­gáfu af þess­ari ræðu áður. Ég held að ég hafi verið átta ára, horfði í baðher­berg­is­speg­il­inn og talaði í sjampó­brúsa." 

Ástr­alski leik­ar­inn Heath Led­ger fékk Óskar fyr­ir besta leik í auka­hlut­verki í mynd­inni  The Dark Knig­ht en Led­ger lést fyr­ir rúmu ári. Spænska leik­kon­an Pené­lope Cruz fékk verðlaun fyr­ir besta leik í auka­hlut­verki fyr­ir mynd­ina Vicky Crist­ina Barcelona. Þá var jap­anska mynd­in Depart­ur­es val­in besta er­lenda mynd­in.

Kvik­mynd­in The Curi­ous Case of Benjam­in Butt­on, sem fékk 13 til­nefn­ing­ar, fékk þrenn verðlaun fyr­ir list­ræna stjórn­un, förðun og tækni­brell­ur.  

Kate Winslet, Sean Penn og Penélope Cruz með verðlaun sín.
Kate Winslet, Sean Penn og Pené­lope Cruz með verðlaun sín. Reu­ters
Kate Winslet þakkar fyrir verðlaunin.
Kate Winslet þakk­ar fyr­ir verðlaun­in. Reu­ters
Sean Penn tekur við verðlaunum sínum.
Sean Penn tek­ur við verðlaun­um sín­um. Reu­ters
Danny Boyle tekur við verðlaunum fyrir bestu leikstjórn úr hendi …
Danny Boyle tek­ur við verðlaun­um fyr­ir bestu leik­stjórn úr hendi Reese Wit­h­er­spoon. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Nýtt ár vekur þér löngun til að betrumbæta heimili þitt. Að hlusta á gáfuleg heilræði leiðir þig á beinu brautina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Nýtt ár vekur þér löngun til að betrumbæta heimili þitt. Að hlusta á gáfuleg heilræði leiðir þig á beinu brautina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son