Faðir áttburanna fundinn?

Nadya Suleman ræðir við Ann Curry, fréttamann NBC sjónvarpsstöðvarinnar.
Nadya Suleman ræðir við Ann Curry, fréttamann NBC sjónvarpsstöðvarinnar. AP

Fyrr­ver­andi kær­asti Nadyu Su­lem­an, sem í janú­ar eignaðist átt­bura í Los Ang­eles, seg­ist geta verið faðir átt­bur­anna og sex systkina þeirra.

Den­is Beaudo­in seg­ir að hann hafi þris­var gefið Su­lem­an sæði sitt og hef­ur hann nú kraf­ist DNA prófs. Hann seg­ist þó ætla að hjálpa Su­lem­an að ala upp börn­in sama hver niðurstaðan úr próf­inu verður, samþykki hún það. „Það er nógu erfitt að ala upp tvö börn, hvað þá 14,“ sagði hann. Su­lem­an neit­ar því að Beaudo­in sé faðir­inn en hef­ur þó heim­ilað DNA prófið. Að sögn Beaudo­in hafði Su­lem­an beðið hann um að gefa sér sæði þar sem hún væri með krabba­mein í eggja­stokk­um og gæti ekki eign­ast börn.

Hann viður­kenn­ir að hafa talið bón­ina held­ur und­ar­lega en samþykkt þar sem hon­um þótti vænt um hana. Beaudo­in sagðist hafa verið undr­andi þegar frétti af því að Su­lem­an hefði eign­ast átt­bur­ana í lok janú­ar og sagði jafn­framt að hann tryði ekki full­yrðinum henn­ar um að hann væri ekki faðir­inn. „Það hrein­lega virðist sem marg­ar full­yrðing­ar henn­ar hafi ekki reynst sann­ar,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Öll samskipti þín við aðra verða hlý og notaleg í dag. Gættu þess að tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillitssemi og skilning. Fólk nálgast þig til að fá að vita leyndarmálið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Öll samskipti þín við aðra verða hlý og notaleg í dag. Gættu þess að tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillitssemi og skilning. Fólk nálgast þig til að fá að vita leyndarmálið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir