Faðir áttburanna fundinn?

Nadya Suleman ræðir við Ann Curry, fréttamann NBC sjónvarpsstöðvarinnar.
Nadya Suleman ræðir við Ann Curry, fréttamann NBC sjónvarpsstöðvarinnar. AP

Fyrrverandi kærasti Nadyu Suleman, sem í janúar eignaðist áttbura í Los Angeles, segist geta verið faðir áttburanna og sex systkina þeirra.

Denis Beaudoin segir að hann hafi þrisvar gefið Suleman sæði sitt og hefur hann nú krafist DNA prófs. Hann segist þó ætla að hjálpa Suleman að ala upp börnin sama hver niðurstaðan úr prófinu verður, samþykki hún það. „Það er nógu erfitt að ala upp tvö börn, hvað þá 14,“ sagði hann. Suleman neitar því að Beaudoin sé faðirinn en hefur þó heimilað DNA prófið. Að sögn Beaudoin hafði Suleman beðið hann um að gefa sér sæði þar sem hún væri með krabbamein í eggjastokkum og gæti ekki eignast börn.

Hann viðurkennir að hafa talið bónina heldur undarlega en samþykkt þar sem honum þótti vænt um hana. Beaudoin sagðist hafa verið undrandi þegar frétti af því að Suleman hefði eignast áttburana í lok janúar og sagði jafnframt að hann tryði ekki fullyrðinum hennar um að hann væri ekki faðirinn. „Það hreinlega virðist sem margar fullyrðingar hennar hafi ekki reynst sannar,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir