Kjötkveðjuhátíð að ljúka

FERNANDO SOUTELLO

Síðasti dagur kjötkveðjuhátíðarinnar í Rio de Janeiro er í dag. Hátíðin hófst með pompi og pragt á laugardag en þessi skrautlega fjögurra daga hátíð vekur alla jafna athygli víða um heim og sækir fjöldi ferðamanna landið heim á þessum tíma til að fylgjast með herlegheitunum.

Hátíðin er haldin í mörgum kaþólskum löndum en langþekktustu hátíðahöldin fara fram í Brasilíu, og þá sérstaklega í fyrrverandi höfuðborginni Rio de Janeiro. Nánast hvert sem litið er má sjá skrautlega málað fólk í enn skrautlegri búningum, sem alla jafna eru mjög efnisrýrir enda febrúar heitasti mánuðurinn í Brasilíu. 

Skreytingarnar er víðar að finna en á mannfólkinu. Skreyttar byggingar, styttur og líkneski má víða sjá og nánast alls staðar má heyra salsatónlistina leikna undir.

SERGIO MORAES
FERNANDO SOUTELLO
FERNANDO SOUTELLO
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar