Kjötkveðjuhátíð að ljúka

FERNANDO SOUTELLO

Síðasti dagur kjötkveðjuhátíðarinnar í Rio de Janeiro er í dag. Hátíðin hófst með pompi og pragt á laugardag en þessi skrautlega fjögurra daga hátíð vekur alla jafna athygli víða um heim og sækir fjöldi ferðamanna landið heim á þessum tíma til að fylgjast með herlegheitunum.

Hátíðin er haldin í mörgum kaþólskum löndum en langþekktustu hátíðahöldin fara fram í Brasilíu, og þá sérstaklega í fyrrverandi höfuðborginni Rio de Janeiro. Nánast hvert sem litið er má sjá skrautlega málað fólk í enn skrautlegri búningum, sem alla jafna eru mjög efnisrýrir enda febrúar heitasti mánuðurinn í Brasilíu. 

Skreytingarnar er víðar að finna en á mannfólkinu. Skreyttar byggingar, styttur og líkneski má víða sjá og nánast alls staðar má heyra salsatónlistina leikna undir.

SERGIO MORAES
FERNANDO SOUTELLO
FERNANDO SOUTELLO
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir