Söngleikur um Kóngulóarmanninn frumsýndur á næsta ári

Söngleikurinn um Kóngulóarmanninn er sagður vera sá dýrasti sem hefur …
Söngleikurinn um Kóngulóarmanninn er sagður vera sá dýrasti sem hefur verið settur upp á Broadway.

Stefnt er að því að frumsýna söngleik sem byggir á ævintýrum Kóngulóarmannsins á Broadway í New York á næsta ári. Söngleikurinn, sem heitir á frummálinu Spider-Man: Turn Off the Dark, mun fjalla um upphaf ofurhetjunnar. Þá hafa Bono og The Edge úr U2 samið lög fyrir söngleikinn.

Julie Taymor mun leikstýra verkinu, en hún stýrt söngleiknum Konungi ljónanna, sem hefur verið sýndur á sviði í áraraðir.

Söngleikurinn um Kóngulóarmanninn verður frumsýndur í febrúar á næsta ári í Hilton Theatre.

Sýningin er sögð vera sú dýrasta á Broadway frá upphafi, en talið er að hún kosti um 40 milljónir dala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar