Stefnt er að því að frumsýna söngleik sem byggir á ævintýrum Kóngulóarmannsins á Broadway í New York á næsta ári. Söngleikurinn, sem heitir á frummálinu Spider-Man: Turn Off the Dark, mun fjalla um upphaf ofurhetjunnar. Þá hafa Bono og The Edge úr U2 samið lög fyrir söngleikinn.
Julie Taymor mun leikstýra verkinu, en hún stýrt söngleiknum Konungi ljónanna, sem hefur verið sýndur á sviði í áraraðir.
Söngleikurinn um Kóngulóarmanninn verður frumsýndur í febrúar á næsta ári í Hilton Theatre.
Sýningin er sögð vera sú dýrasta á Broadway frá upphafi, en talið er að hún kosti um 40 milljónir dala.