Hvíta húsið ákveður hundategundina

Portúgalskur vatnahundur.
Portúgalskur vatnahundur.

Forsetafrúin í Bandaríkjunum, Michelle Obama, hefur nú tekið af skarið um hvaða hundategund fái þann heiður að verða heimilishundurinn í Hvíta húsinu næstu árin.

Hún skýrði frá því að fjölskyldan áformaði að fá sér portúgalskan vatnahund, sem er ekki ósvipaður poodlehundi eða kjölturakka en nokkru stærri. Ákvörðunin er tekin í kjölfar loforðs sem Obama veitti dætrum sínum á kosninganóttina að þær skyldu fá hund í Hvíta húsið. Gömul hefð er fyrir því að halda hunda í Hvíta húsinu.

Ætlunin er að hundurinn komi hin nýju heimkynni í apríl næstkomandi. „Þessi tegund er sögð hafa gott skap,“ sagði forsetafrúin í viðtali við tímaritið The People, „og að stærð er hún meðalvegur, hvorki mjög lítil eða mjög stór. Fólk sem við við þekkjum og hefur átt þessa hunda lætur afar vel yfir þeim.“

Tegund þessi mun vera fágætt hér á landi en á árum áður má ætla að hún hafi oft verið hér skammt undan landi. Samkvæmt því sem segir í Wikipediu, alfræðiritinu á netinu, notuðu portúgalskir fiskimenn hunda þessa til að reka fisk í net við standveiðar, til að greiða úr netum, til að fara milli skipa eða milli skipa og strandar. Hundarnir hafi verið um borð í fiskiskipunum „allt frá hlýju Atlantshafinu út af Portúgal til napra fiskimiða við Íslandsstrendur þar sem flotinn sótti sér þorsk til að flytja heim.“

Þessi hundategund þykir einnig heppileg að því leyti að mjög fátítt er að hún valdi ofnæmi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan