Mischa ekki of grönn

Mischa Barton.
Mischa Barton. Reuters

Bandaríska leikkonan Mischa Barton hafnar orðrómi þess efnis að hún sé hættulega grönn. Leikkonan, sem er 23 ára gömul, grenntist um þrjár kjólastærðir á þremur mánuðum fyrir skömmu, en segir að þrátt fyrir það sé hún við hestaheilsu.

„Bara svo þið vitið það, þá er ég hamingjusamari og heilbrigðari en nokkru sinni fyrr. Það er allt gott í heimi Mischu og ég passa mjög vel upp á það sem ég borða,“ skrifar leikkonan fagra meðal annars á bloggsíðu sína.

„Ég stunda pilates og jóga og hef minnkað neyslu á feitum mat. Ég var á Indlandi og í París og léttist nokkuð þar, en það er ekkert svakalegt í gangi.“

Þá hvatti Barton ungar stúlkur til þess að hafa sjálfstraust, og láta gagnrýni ekki á sig fá.

„Stelpur, verið ánægðar og öruggar með ykkur og ekki láta álit annarra stjórna því hvernig þið lifið lífi ykkar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar