Múm fór aldrei suður

Örvar og Gunni í Múm leggja þessa dagana lokahönd á …
Örvar og Gunni í Múm leggja þessa dagana lokahönd á nýja breiðskífu.

Nú eru línurnar að skýrast fyrir tónlistarhátíð alþýðunnar sem haldin er árlega yfir páskana á Ísafirði, samhliða skíðavikunni. Þrátt fyrir orðróm um annað nær dagskrá Aldrei fór ég suður í ár yfir tvo daga en ekki einn eins og útlit var fyrir í fyrstu, föstudaginn og laugardaginn 10. og 11. apríl.

Eins og þegar hefur verið greint frá mun Hemmi Gunn skemmta þar ásamt hljómsveitin Kraftlyftingu en nú hafa ellefu ný tónlistaratriði bæst á dagskrána. Sérstök áhersla verður lögð á sveitir sem eiga ættir að rekja til Ísafjarðar.

Fyrstu tónleikar Sin Fan Bous

Helst ber að nefna hljómsveitina Múm en tónleikar hennar verða þeir fyrstu sem sveitin heldur að lokinni gerð nýrrar plötu.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að bjartasta von síðasta árs, Agent Fresco, verður á meðal þátttakenda en af ólíklegri tónlistarmönnum má nefna Sin Fang Bous (hliðarverkefni Sindra úr Seabear) sem boðað hefur komu sína. Aðrar sveitir sem hafa boðað komu sína eru Fjallabræður, Sudden Weather Change, Reykjavík!, Dr. Spock, Skúli Þórðarson og Sökudólgarnir, Stórsveit Vestfjarða og hljómsveitin Klikkhausarnir sem sló í gegn á Söngvakeppni grunnskólanna á dögunum.

Tónleikahaldarar hvetja þá sem ætla að mæta að fara að huga að því hvernig þeir komist á svæðið og hvar þeir hyggist gista. Ísafjörður er ekki stór bær og ár hvert hefur það verið helsti hausverkur skipuleggjenda að finna fólki svefnstað.

Frekari upplýsingar um hátíðina verða settar upp fljótlega á heimasíðu hennar, aldrei.is. Samkvæmt heimildum blaðsins er verið að þrýsta á heimamanninn Mugison um að koma fram en hann er tregur til vegna reglna um að sama tónlistaratriði megi ekki koma fram á hátíðinni þrjú ár í röð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir