Múm fór aldrei suður

Örvar og Gunni í Múm leggja þessa dagana lokahönd á …
Örvar og Gunni í Múm leggja þessa dagana lokahönd á nýja breiðskífu.

Nú eru lín­urn­ar að skýr­ast fyr­ir tón­list­ar­hátíð alþýðunn­ar sem hald­in er ár­lega yfir pásk­ana á Ísaf­irði, sam­hliða skíðavik­unni. Þrátt fyr­ir orðróm um annað nær dag­skrá Aldrei fór ég suður í ár yfir tvo daga en ekki einn eins og út­lit var fyr­ir í fyrstu, föstu­dag­inn og laug­ar­dag­inn 10. og 11. apríl.

Eins og þegar hef­ur verið greint frá mun Hemmi Gunn skemmta þar ásamt hljóm­sveit­in Kraft­lyft­ingu en nú hafa ell­efu ný tón­list­ar­atriði bæst á dag­skrána. Sér­stök áhersla verður lögð á sveit­ir sem eiga ætt­ir að rekja til Ísa­fjarðar.

Fyrstu tón­leik­ar Sin Fan Bous

Það ætti ekki að koma nein­um á óvart að bjart­asta von síðasta árs, Ag­ent Fresco, verður á meðal þátt­tak­enda en af ólík­legri tón­list­ar­mönn­um má nefna Sin Fang Bous (hliðar­verk­efni Sindra úr Sea­be­ar) sem boðað hef­ur komu sína. Aðrar sveit­ir sem hafa boðað komu sína eru Fjalla­bræður, Sudd­en We­ather Change, Reykja­vík!, Dr. Spock, Skúli Þórðar­son og Söku­dólgarn­ir, Stór­sveit Vest­fjarða og hljóm­sveit­in Klikk­haus­arn­ir sem sló í gegn á Söngv­akeppni grunn­skól­anna á dög­un­um.

Tón­leika­hald­ar­ar hvetja þá sem ætla að mæta að fara að huga að því hvernig þeir kom­ist á svæðið og hvar þeir hygg­ist gista. Ísa­fjörður er ekki stór bær og ár hvert hef­ur það verið helsti haus­verk­ur skipu­leggj­enda að finna fólki svefnstað.

Frek­ari upp­lýs­ing­ar um hátíðina verða sett­ar upp fljót­lega á heimasíðu henn­ar, aldrei.is. Sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins er verið að þrýsta á heima­mann­inn Mug­i­son um að koma fram en hann er treg­ur til vegna reglna um að sama tón­list­ar­atriði megi ekki koma fram á hátíðinni þrjú ár í röð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er kominn tími til að bregða á leik og þú ert til í slaginn. Kannaðu möguleika þína en gættu þess þó að gera ekkert í fljótfærni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er kominn tími til að bregða á leik og þú ert til í slaginn. Kannaðu möguleika þína en gættu þess þó að gera ekkert í fljótfærni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir