Fegurðardrottning með fiðlu

Ungrú Reykjavík Magdalenu Dubik hefur alltaf langað í læknisfræði og …
Ungrú Reykjavík Magdalenu Dubik hefur alltaf langað í læknisfræði og hún stefnir að því að komast í námið þegar hún hefur lokið tónlistarnámi sínu í Hannover. Hún kveðst ekki útiloka tónlistarferil en vill hafa allar dyr opnar. mbl.is/Ómar

Magðalena Dubik, nýkjörin ungfrú Reykjavík, stefndi ekki að því að taka þátt í fegurðarsamkeppni þegar hún gerði hlé á námi sínu í fiðluleik í listaháskóla í Hannover í Þýskalandi nú á vorönninni og kom heim.

Þar sem ekki er auðvelt að vera námsmaður erlendis í kreppunni ákvað hún að nota tækifærið til að ljúka stúdentsprófi en það þarf hún að gera til að komast í læknisfræði eins og hún stefnir að og til þess að fá lokagráðu í tónlistarnáminu.

„Það var vinkona mín sem spurði mig hvort ég gæti ekki hugsað mér að taka þátt og ég hugsaði af hverju ekki. Ég hef ekki heyrt neitt nema gott um keppnina og leit á þetta sem skemmtilega tilbreytingu og reynslu," segir Magdalena.

Hún var ekki nema 16 ára þegar hún hóf nám í fiðluleik við Listaháskóla Íslands en þá hafði hún leikið á fiðlu frá því að hún var átta ára. Hún segist hafa verið sett snemma í fiðlunám þar sem foreldrarnir, sem eru pólskir, séu tónlistarfólk.

,,Ég lærði hjá Guðnýju Guðmundsdóttur og fór sem skiptinemi í listaháskóla í Hannover. Ég spilaði einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar ég var 17 ára og eftir það fór ég beint út og hef verið í námi í Hannover sl. þrjú ár."

Samtímis fiðlunáminu var Magdalena í fjarnámi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. „Mér finnst rosalega gaman í skóla og mér gengur vel," segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir