Óskarinn á klósettið

Kate Winslet ánægð með gullstyttuna.
Kate Winslet ánægð með gullstyttuna. Reuters

Leikkonan Kate Winslet, sem fékk Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í Lesaranum, ætlar að koma styttunni frægu fyrir á heldur ólíklegum stað á heimili sínu.
Winslet er gift leikstjóranum Sam Mendes, sem einnig hefur hlotið Óskar. Í samtali í Daily Mail segir hún að styttan verði í baðherberginu, við hliðina á styttu Mendesar.

„Ég tek hana ekki með mér í vinnuna. Ég held áfram að vinna eins og ég hef alltaf gert. Ég vona að verðlaunin breyti engu um það hvernig aðrir leikstjórar og leikarar vinna með mér.“

Winslet segist orðin þreytt á að klæðast glæsilegum kvöldkjólum á hverri verðlaunahátíðinni eftir aðra og hyggst mæta næst í þægilegum náttfötum.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir