Popparar kvarta undan endurnýjaðri Loftbrú

Sprengjuhöllin var með fyrstu sveitum til að kynnast nýju fyrirkomulagi …
Sprengjuhöllin var með fyrstu sveitum til að kynnast nýju fyrirkomulagi Loftbrúar í raun.

Á sama tíma og tónlistarmenn fagna því að Reykjavík Loftbrú hafi staðið af sér bankahrunið veldur nýtt fyrirkomulag verkefnisins þeim auknum útgjöldum. Stærsta breytingin á fyrirkomulaginu er framlag Icelandair er veitir nú listamönnunum gjafabréf í stað beinna flugmiða.

Í marsmánuði leika hljómsveitirnar Sprengjuhöllin og Bloodgroup á tónleikahátíðinni South by South West í Texas (SXSW) og stóla því á styrkinn til þess að komast út. Nú er þó orðið ljóst að báðar hljómsveitir þurfa að punga út um 150 þúsund krónum aukalega á sveit.

Ástæðan mun vera sú að því nær sem pantað er fyrir brottför, því hærra verð þarf að greiða fyrir flugmiðann. Gjafabréf Icelandair til Bandaríkjanna hljóðar upp á 46 þúsund krónur á mann og verða styrkþegar að borga mismuninn úr eigin vasa.

„Loftbrúin er frábær hugmynd en maður hefði óskað þess að aðstandendur hennar hefðu skoðað umsóknirnar betur áður en það var ákveðið að gera þetta svona,“ segir Jón Trausti Sigurðarson umboðsmaður Sprengjuhallarinnar. „Þessi gjafabréf koma sér vel fyrir þá sem vita langt fram í tímann hvert ferðinni er heitið en fyrir hina sem sækja um hátíðir á borð við SXSW þar sem fyrirvarinn er aldrei mjög mikill, kemur þetta ekki eins vel út. Kostnaðurinn eykst svona um 30 þúsund krónur á hvern meðlim.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir