Jade Goody á sjúkrahús

Jade Goody.
Jade Goody.

Breska sjónvarpsstjarnan Jade Goody hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna mikilla verkja, rúmri viku eftir að hún gekk í hjónaband. Goody berst við krabbamein sem átti upptök sín í leghálsi og hafa læknar sagt að hún eigi einungis nokkrar vikur eftir ólifaðar. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Til hafði staðið að Goody fengi að fara heim af heilsuhæli á föstudag en af því varð ekki. Læknar neita því þó að innlögn hennar nú sé til marks um það að heilsu hennar hraki hraðar en þeir hafi séð fyrir.   

Goody varð stjarna í Bretlandi er hún kom fram í raunveruleikaþættinum Big Brother árið 2002. Hún er dóttir eiturlyfjaneytanda, með litla menntun, notar klúrt orðbragð og drekkur mikið. Þá vakti framkoma hennar í garð indverskrar konu mikla reiði er hún kom aftur fram í Big Brother árið 2007. 

Goody hefur á undanförnum mánuðum leyft fjölmiðlum að fylgjast með baráttu sinni við leghálskrabbamein. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að selja sögu sína og gera hvað sem er til að halda sér í sviðsljósinu. Sjálf segist hún hins vegar gera allt til að tryggja tveimur sonum sínum fjárhagslegt öryggi í framtíðinni. 

Í síðasta mánuði fékk hún m.a. 700.000 pund frá tímaritinu OK! vegna umfjöllunar þess um brúðkaup hennar og Jack Tweed en Tweed situr í fangelsi vegna líkamsárásar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan