Afmæli Woodstock í Berlín?

Börn fylgjast með flugvél koma inn til lendingar á Tempelhofflugvelli …
Börn fylgjast með flugvél koma inn til lendingar á Tempelhofflugvelli árið 1948. AP

Eft­ir­læt­is flug­völl­ur Hitlers verður hugs­an­lega vett­vang­ur tón­leika í til­efni þess að fjöru­tíu ár eru liðin frá því að Wood­stock-tón­leik­arn­ir voru haldn­ir í Banda­ríkj­un­um. Breska blaðið Guar­di­an greindi frá þessu í gær og benti á tákn­ræna þver­sögn í staðar­val­inu um leið, því hug­sjón­in um frið var auðvitað á allra vör­um árið 1969 á Wood­stock.

Hug­mynd­in er sú að tvenn­ir tón­leik­ar verði haldn­ir, aðrir í New York og hinir í Berlín dag­ana 15. og 16. ág­úst vest­an­hafs en 22. og 23 ág­úst í Þýskalandi. Vanga­velt­ur eru um að tón­leik­arn­ir í Berlín verði á Tem­p­el­hofflug­velli, sem tek­inn var form­lega úr notk­un í októ­ber á síðasta ári. 

Skipu­leggj­end­urn­ir Michael Lang og fé­lag­ar hans von­ast til þess að fá jafn­marga áhorf­end­ur inn á þessa viðburði og sóttu upp­runa­legu hátíðina fyr­ir fjór­um ára­tug­um. Einnig stend­ur hug­ur þeirra til að reyna að fá sem flesta af þeim tón­list­ar­mönn­um sem þá tóku þátt til að end­ur­taka leik­inn, m.a. Who, Gra­tef­ul Dead, Neil Young og Sant­ana.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Samræður við fjölskyldumeðlimi gætu farið úr böndunum í dag. Láttu aðra vita af því hvað þér þykir vænt um þá.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Samræður við fjölskyldumeðlimi gætu farið úr böndunum í dag. Láttu aðra vita af því hvað þér þykir vænt um þá.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir