Meistaragráða í Bítlunum

Bítlarnir Paul McCartney, Ringo Star, George Harrison og John Lennon. …
Bítlarnir Paul McCartney, Ringo Star, George Harrison og John Lennon. Nú er hægt að stúdera þá í háskóla í heimaborginni Liverpool. Reuters

Liverpool Hope háskólinn í Bretlandi býður nú upp á meistaragráðu í Bítlunum og áhrifum þeirra á popptónlist og samfélagið.  

Námið fer að sjálfsögðu fram í heimaborg Bítlanna Liverpool og er að sögn háskólayfirvalda fyrsta meistaragráða sinnar tegundar.

„Það er búið að skrifa rúmlega 8.000 bækur um Bítlana en alvöru fræðileg umræða hefur aldrei átt sér stað og það er hún sem að við ætlum að taka á,“ segir Mike Brocken umsjónarmaður námsins.

„Bítlarnir höfðu mikil áhrif á samfélagið, ekki bara með tónlist sinni, heldur líka með fatatísku sinni.“

Brocken segir áhrif Bítlanna einnig teygja sig yfir í kvikmyndir, en þeir gerðu m.a. myndina „A Hard Day's Night“ og  „Strawberry Fields Forever“ sem Brocken segir að færa megi rök fyrir að fylgt hafi popptónlistarmyndbandið.  

„Núna fjörtíu árum síðar er rétti tíminn til að stúdera Bítlana og Liverpool er rétti staðurinn til að gera það. Þetta er örugglega fyrsta meistarnámið í Bítlunum sem boðið er upp á hér í landi og ég mundi telja það líklega það fyrsta í heiminum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach