Papar taka upp lög Gylfa Ægissonar

Gylfi Ægisson.
Gylfi Ægisson. mbl.is/hag

 „Ég veit þú kemur í kvöld til mín,“ segir í frægum Vestmannaeyjaóð Ása í bæ og Oddgeirs Kristjánssonar. Og kannski var það alltaf vitað að leiðir Gylfa Ægissonar og Papanna, tveggja stórstjarna úr Vestmannaeyjum, myndu á endanum liggja saman.

Á morgun verður nefnilega laginu „Jibbý Jei“ eftir áðurnefnda hetju hafsins ýtt úr útvarpsvör í flutningi hina ástsælu Papa. Að sögn Páls Eyjólfssonar (Palla Papa) ætlar sveitin að snúa aftur með bravúr og verður heil plata með lögum Gylfa í farteskinu. Til liðs við sveitina eru nú gengnir þeir Gunnlaugur Helgason bassaleikari og Matthías Stefánsson, fiðluleikari með meiru.

Papar eru ekki óvanir því að véla um lög og texta annarra, Jónas Árnason og sjálfur Bubbi Morthens hafa verið dregnir á land að því leytinu til og nutu plötur þær mikilla vinsælda. Síðasta plata Papa var annars Papar á balli, en hún kom út 2006.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi