Gata í New York nefnd U2

Liðsmenn írsku hljómsveitarinnar U2 eru staddir í Bandaríkjunum um þessar mundir þar sem þeir eru að fylgja eftir útgáfu sinnar nýjustu plötu, No Line On The Horizon.

Sveitin hefur verið mjög áberandi vestanhafs í vikunni, og sem dæmi má nefna að þeir koma fram í spjallþætti Davids Lettermans öll kvöld vikunnar. Michael Bloomberg, borgarstjóri New York-borgar, bætti svo um betur á þriðjudaginn þegar hann nefndi götu á Manhattan eftir sveitinni, en næstu vikuna mun hluti 53. strætis heita U2 Way.

„Bítlarnir höfðu Penny Lane, Elvis bjó við endann á Lonely Street,“ sagði Bono, söngvari U2, þegar hið nýja nafn götunnar var afhjúpað.

„Þetta er fallegur dagur, svo ég vitni nú í fræga írska hljómsveit,“ sagði borgarstjórinn við sama tilefni.

Adam Clayton, Bono, Edge og Larry Mullen liðsmenn U2
Adam Clayton, Bono, Edge og Larry Mullen liðsmenn U2 Reuters
LUCAS JACKSON
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar