Bandaríska poppstjarnan Michael Jackson tilkynnti nú síðdegis, að hann myndi halda nokkra tónleika í O2 höllinni í Lundúnum í júlí. Sagði Jackson á blaðamannafundi í Lundúnum í dag, að þetta yrðu síðustu tónleikarnir sem hann myndi halda á ferlinum.
Þegar er byrjað að auglýsa tónleikana á veggspjöldum í neðanjarðarlestastöðvum í Lundúnum. Þeir fyrstu verða haldnir 8. júlí og hefst miðasala 13. mars. Alls heldur Jackson, sem er fimmtugur að aldri, 10 tónleika í O2.
„Ég elska ykkur svo mikið," sagði söngvarinn við aðdáendur á fundinum í O2 samkomuhöllinni í dag. „Nú er komið að því. Ég vil segja ykkur, að þetta verða síðustu tónleikarnir mínir," sagði hann.