Mótmæla konunglegu brúðkaupi á Facebook

Daniel Westling og Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar. Svíar eru ekki sáttir …
Daniel Westling og Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar. Svíar eru ekki sáttir við að borga fyrir brúðkaup þeirra. AP

Þúsundir Svía hafa nú skráð sig á síður á Facebook samskiptavefnum þar sem að mótmælt er væntanlegum kostnaði vegna brúðkaups krónprinsessunnar Viktoríu. Eru mótmælin tilkomin þar sem að fólkið er allt annað en sátt með að skattpeningar almennings verði notaðir til að greiða fyrir brúðkaup prinsessunnar og Daniels Westlings.

Talið er að brúðkaupið komi til með að kosta 25 milljónir skr. að  sögn sænska dagblaðsins Expressen. Telur sænski vinstriflokkurinn að konungsfjölskyldan verði sjálf að greiða fyrir herlegheitin en hinir sex þingflokkarnir telja ríkið eiga að leggja sitt af mörkum. 

Og þeim fjölgar stöðugt sem skrá sig á mótmælasíðurnar. Fésbókarhópurinn „Neita að borga fyrir brúðkaup Viktoríu“ er þannig kominn með 26.000 meðlimi. 

 Eina ástæðu mótmælanna má rekja til fjármálakreppunnar. Ekki sé réttlátt að skattpeningar séu notaðir í slík veisluhöld á sama tíma og fólk sé að missa vinnuna og eigi erfitt með að láta enda ná saman.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar