Neitar því að vera of feit

Heidi Klum mætti á Óskarsverðlaunaafhendinguna í síðasta mánuði. Ekki fer …
Heidi Klum mætti á Óskarsverðlaunaafhendinguna í síðasta mánuði. Ekki fer mikið fyrir umræddum aukakílóum fyrirsætunnar. Reuters

Fyrirsætan Heidi Klum svaraði í dag þeirri gagnrýni sem hún hefur mátt þola um að hún hafi ekki rétta vöxtinn til þess að sýna á tískusýningum. Segir Klum að hún hafi aldrei verið hrifin af megrunarkúrum og á því verði engin breyting.

Í viðtali við þýska tímaritið Bunte segir Klum, sem er 35 ára gömul, að þegar hún hóf fyrirsætuferilinn þá hafi hún strax gert sér grein fyrir því að hún þyrfti að fylgjast vel því hvað hún borðaði og hún hafi meðal annars hætt að borða Vínarsnitsel. „Börnin mín eru besta líkamsræktin, segir Klum í viðtalinu auk þess sem hún sé upptekin af ýmsu með eiginmanninum. 

Klum og breski tónlistarmaðurinn Seal gengu í hjónaband árið 2005 og eiga þau tvö börn saman. Hún á eitt barn fyrir með Flavio Briatore.

Klum hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að setja út á holdafar á ungum stúlkum sem hyggja á frægð og frama í tískuheiminum. Nýverið sagði þýski tískuhönnuðurinn Wolfgang Joop, að Klum væri of feit, of lítil og með of stór brjóst. Samkvæmt Wikipedia er fyrirsætan heil 57 kg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
Loka