Karl Gústaf Svíakonungur segir í bréfi til fjármálaráðuneytisins að það verði að leggja fram meira fé til að væntanlegt brúðkaup Viktoríu krónprinsessu og Daniels Westling fari fram með nægilegri reisn.
Konungur Svíþjóðar er eingöngu þjóðartákn, hann hefur ekki lengur nein völd samkvæmt stjórnarskrá.
Ekki er enn ljóst hve há fjárhæðin er, segir í bréfinu frá hirðinni. Nokkuð er um að fólk láti í ljós óánægju með að skattgreiðendur skuli þurfa að leggja fram aukinn skerf vegna brúðkaupsins á krepputímum.