Fimmtugsafmæli hjá Barbie

Vinsælasta dúkka heims síðustu áratugi verður fimmtíu ára á mánudaginn. Á þessum fimmtíu árum hefur Barbie farið víða um heim og breyst í takt við tíðarandann. Hún er að vísu enn ofurgrönn, mittismjó og fótnett, en í stað þess að vera sæta og puntaða kærastan hans Kens er hún núna forstjóri, poppstjarna, læknir, geimfari, kvikmyndaleikari, kanslari og hermaður, svo fátt eitt sér talið. Hún sagði skilið við Ken árið 2004 eftir 43 ára trúlofun, en tók saman við hann aftur tveimur árum síðar.

Upphaf Barbie má rekja til bandarísku kaupsýslukonunnar Ruth Handler. Hún var á ferðalagi í Þýskalandi með börnum sínum tveimur, Barböru og Kenneth (Barbie og Ken), þegar hún rakst á dúkku sem kallaðist Bild Lilli. Sú var gerð eftir teiknimyndasögu í þýska blaðinu Bild, um hina sjálfstæðu Lilli og hafði verið á markaði í rúmt ár.

Ruth keypti nokkrar og sýndi manni sínum, sem var einn stofnenda Mattel leikfangaframleiðandans. Dúkkan var endursköpuð og kom í fyrsta sinn fram á sjónarsviðið á leikfangasýningu í New York 9. mars 1959 og telst það „fæðingardagur“ hennar. Mattel gulltryggði sér svo markaðinn með því að kaupa réttinn á hinni þýsku Lilli árið 1964 og leggja framleiðslu hennar niður.

Á fyrsta framleiðsluárinu seldust 350 þúsund dúkkur og Barbie er ekkert að gefa eftir, hefur núna selst í meira en einum milljarði eintaka og Mattel heldur því fram að í heiminum öllum seljist ein Barbie-dúkka á tveggja sekúndna fresti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar