„Ég kvíði því mest að spila á móti Degi B. Eggertssyni því hann getur verið ansi liðtækur og lúmskur,“ segir Jón Þór Þorleifsson, einn af liðsmönnum fótboltafélagsins Styrmis sem í samstarfi við Iceland Express kynnir alþjóðlegt fótboltamót samkynhneigðra á Íslandi um páskana 2009. Til þess að hita upp fyrir mótið og byggja upp spennu ætlar félagið að spila æfingaleik í dag kl. 14 við valinkunna, þjóðþekkta íslendinga. Á meðal keppanda eru Dagur B. Eggertsson, Bjarni Benediktsson, Logi Bergmann, Óli Palli, Guðmundur Torfason og fleiri og fleiri.
Jón Þór segir að mikil spenna sé fyrir leiknum og það sé upplagt fyrir fjölskyldufólk að taka sunnudagsbíltúrinn upp í íþróttahúsið Kórinn í Kópavogi og horfa ókeypis á æsispennandi leik