Komst ekki í afmæli sonar síns

David Beckham
David Beckham Reuters

Það er víst ekki hægt að kvarta undan því að vera barn Beckham-hjónanna ef marka má afmælisveislu sem Victoria Beckham hélt syni sínum, Brooklyn, á miðvikudaginn.

Afmælishófið fór fram í skautahöll í Los Angeles og að sögn sjónarvotta flaut allt í pitsum og gosi sem gestirnir gæddu sér á, milli þess sem þeir léku sér á ísnum. Bræður Brooklyns, þeir Romeo og Cruz, voru að sjálfsögðu viðstaddir tíu ára afmælisveislu bróður síns sem og tveggja ára sonur söngkonunnar Gwens Stefani, Kingston.

Pabbi Brooklyns, knattspyrnuhetjan David Beckham, var hins vegar fjarri góðu gamni því hann er nú staddur í Qatar þar sem hann býr sig, ásamt AC Milan, undir að spila sýningarleik gegn félagsliðinu Al Sadd þar í borg. Afmælisveislan var í raun lokahnykkurinn á nokkurra daga skemmtiviku sem Victoria hélt börnum sínum því fyrr í vikunni fór hún með drengina til að skoða Universal kvikmyndaverið þar sem þeir léku sér í leiktækjunum í dágóða stund.

Victoria beið hins vegar álengdar á meðan þeir léku sér, klædd í svartan kjól og í tólf sentímetra háum hælaskóm. Sjónarvottur greindi frá því að fætur kryddpíunnar fyrrverandi hefðu verið snúnir og skældir í skónum, tærnar kramdar og ökklarnir framstæðir. Hvað sem það nú þýðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar