Framleiðendur Astrópíu í mál vegna Heroes

Astrópía og leikstjóri hennar Gunnar B. Guðmundsson
Astrópía og leikstjóri hennar Gunnar B. Guðmundsson

Aðstandendur íslensku kvikmyndarinnar Astrópíu undirbúa nú málsókn á hendur bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC sem framleiðir hina vinsælu sjónvarpsþætti Heroes. Nýjasti þátturinn, sem sýndur er erlendis í kvöld, þykir svipa grunsamlega mikið til söguþráðar myndarinnar, svo mikið að það geti vart verið tilviljun.

„Við fengum upplýsingar um þetta í dag, það voru Íslendingar erlendis sem bentu okkur á þetta. En við erum aðeins of sein, þátturinn verður sýndur í kvöld en við héldum að hann væri sýndur í næstu viku og ætluðum að fara fram á lögbann áður,“ segir Gísli Gíslason einn aðstandenda myndarinnar. „Hugmyndin er greinilega mjög lík, það eru meira að segja sömu karakterar og stúlkan er nánast eins. Stundum er reynt að fela að það sé verið að stela, en það liggur við að þarna sé bein þýðing á handritinu.“

Of seint er að krefjast lögbanns en íslensku kvikmyndagerðarmennirnir hyggjast hinsvegar kæra þá bandarísku á grundvelli höfundarréttarlaga og krefjast skaðabóta.  „Við höfum þegar sent þetta á erlenda lögfræðinga og þeir sem þegar hafa skoðað þetta segja að við höfum gríðarlega sterka stöðu því þetta sé allt of líkt til að geta verið tilviljun.“ Gísli tekur þó fram að málið sé enn á algjöru frumstigi.

Getur spillt fyrir samning um endurgerð í Hollywood

Astrópía var sýnd á síðasta ári við góðar undirtektir í Bandaríkjunum, þar á meðal á kvikmyndahátíðinni Fantastic Fest í Texas, sem leggur áherslu á ævintýra- og fantasíumyndir og er því ekki ólíklegt að handritshöfundar Heroes hafi rekist á hana þar. „Við höfum grun um að það sé meira sem hefur verið notað heldur en þetta sem litla sem við höfum séð,“ segir Gísli.

„Það er náttúrulega mikill heiður að einn vinsælasti sjónvarpsþáttur í heimi skuli leita í smiðju okkar, en málið er að við erum akkúrat núna að vinna í því að semja um sölu á endurgerð myndarinnar í Hollywood og þar erum við að tala um mikla peninga. Þannig að ef búið er að nota hugmyndina okkar áður í einum vinsælasta sjónvarpsþætti Bandaríkjanna þá getur tjónið verið mikið fyrir okkur. Það hefur nú verið farið í mál út af minni atriðum í bandarísku réttarkerfi.“

Aðspurður hvort Bandaríkjamenn hafi kannski haldið að Íslendingar kæmust aldrei að þessu eða hefðu ekki burði til að gera neitt í málinu hlær Gísli við og svarar: „Eru þeir ekki bara búnir að afskrifa okkur? Við látum allavega ekki afskrifa okkur hér.“

Auglýsingu fyrir Heroes þáttinn umtalaða má sjá hér

Til samanburðar má sjá auglýsingu fyrir Astrópíu hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir