Framleiðendur Astrópíu í mál vegna Heroes

Astrópía og leikstjóri hennar Gunnar B. Guðmundsson
Astrópía og leikstjóri hennar Gunnar B. Guðmundsson

Aðstand­end­ur ís­lensku kvik­mynd­ar­inn­ar Astrópíu und­ir­búa nú mál­sókn á hend­ur banda­rísku sjón­varps­stöðinni NBC sem fram­leiðir hina vin­sælu sjón­varpsþætti Heroes. Nýj­asti þátt­ur­inn, sem sýnd­ur er er­lend­is í kvöld, þykir svipa grun­sam­lega mikið til söguþráðar mynd­ar­inn­ar, svo mikið að það geti vart verið til­vilj­un.

„Við feng­um upp­lýs­ing­ar um þetta í dag, það voru Íslend­ing­ar er­lend­is sem bentu okk­ur á þetta. En við erum aðeins of sein, þátt­ur­inn verður sýnd­ur í kvöld en við héld­um að hann væri sýnd­ur í næstu viku og ætluðum að fara fram á lög­bann áður,“ seg­ir Gísli Gísla­son einn aðstand­enda mynd­ar­inn­ar. „Hug­mynd­in er greini­lega mjög lík, það eru meira að segja sömu karakt­er­ar og stúlk­an er nán­ast eins. Stund­um er reynt að fela að það sé verið að stela, en það ligg­ur við að þarna sé bein þýðing á hand­rit­inu.“

Of seint er að krefjast lög­banns en ís­lensku kvik­mynda­gerðar­menn­irn­ir hyggj­ast hins­veg­ar kæra þá banda­rísku á grund­velli höf­und­ar­rétt­ar­laga og krefjast skaðabóta.  „Við höf­um þegar sent þetta á er­lenda lög­fræðinga og þeir sem þegar hafa skoðað þetta segja að við höf­um gríðarlega sterka stöðu því þetta sé allt of líkt til að geta verið til­vilj­un.“ Gísli tek­ur þó fram að málið sé enn á al­gjöru frum­stigi.

Get­ur spillt fyr­ir samn­ing um end­ur­gerð í Hollywood

Astrópía var sýnd á síðasta ári við góðar und­ir­tekt­ir í Banda­ríkj­un­um, þar á meðal á kvik­mynda­hátíðinni Fant­astic Fest í Texas, sem legg­ur áherslu á æv­in­týra- og fant­asíu­mynd­ir og er því ekki ólík­legt að hand­rits­höf­und­ar Heroes hafi rek­ist á hana þar. „Við höf­um grun um að það sé meira sem hef­ur verið notað held­ur en þetta sem litla sem við höf­um séð,“ seg­ir Gísli.

„Það er nátt­úru­lega mik­ill heiður að einn vin­sæl­asti sjón­varpsþátt­ur í heimi skuli leita í smiðju okk­ar, en málið er að við erum akkúrat núna að vinna í því að semja um sölu á end­ur­gerð mynd­ar­inn­ar í Hollywood og þar erum við að tala um mikla pen­inga. Þannig að ef búið er að nota hug­mynd­ina okk­ar áður í ein­um vin­sæl­asta sjón­varpsþætti Banda­ríkj­anna þá get­ur tjónið verið mikið fyr­ir okk­ur. Það hef­ur nú verið farið í mál út af minni atriðum í banda­rísku rétt­ar­kerfi.“

Aðspurður hvort Banda­ríkja­menn hafi kannski haldið að Íslend­ing­ar kæm­ust aldrei að þessu eða hefðu ekki burði til að gera neitt í mál­inu hlær Gísli við og svar­ar: „Eru þeir ekki bara bún­ir að af­skrifa okk­ur? Við lát­um alla­vega ekki af­skrifa okk­ur hér.“

Aug­lýs­ingu fyr­ir Heroes þátt­inn um­talaða má sjá hér

Til sam­an­b­urðar má sjá aug­lýs­ingu fyr­ir Astrópíu hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú ert ekki besti maðurinn til þess að tíunda kosti þína og lesti því sérhver er blindur í eigin sök. Beittu kímninni því gamanið er allra meina bót.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú ert ekki besti maðurinn til þess að tíunda kosti þína og lesti því sérhver er blindur í eigin sök. Beittu kímninni því gamanið er allra meina bót.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka