U2 mun rokka í Evrópu

Liðsmenn U2 sjást hér á tónleikum sem þeir héldu á …
Liðsmenn U2 sjást hér á tónleikum sem þeir héldu á þaki BBC í London 27. febrúar sl. Reuters

Írsku rokkararnir í U2 hafa staðfest að þeir muni fara í hljómleikaferðalag um Evrópu í sumar. Ferðalagið hefst í Barcelona 30. júní nk. þar sem þeir félagar munu leika á Nou Camp knattspyrnuvellinum. U2 mun svo heimsækja 13 aðrar borgir, m.a. London, Glasgow, Dublin og París.

Hljómleikaferðalagið gengur undir nafninu The 360 Tour. Búið er að hanna sérstakt svið sem gerir öllum aðdáendum sveitarinnar kleift að berja goðin augum.

„Við höfum unnið hörðum höndum að því að tryggja það að aðdáendur U2 geti keypt miða á góðu verði sem tryggir þeim gott útsýni,“ segir  Paul McGuinness, umboðsmaður U2.

Hann segir að hljómsveitin sé upp á sitt besta þegar hún er umkringd aðdáendum sínum.

Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2005 sem U2 heldur tónleika á stórum íþróttaleikvöngum. Nú er sveitin hins vegar að fylgja nýjustu breiðskífu sinni  No Line On The Horizon, sem er 12 hljóðversplatan þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir