Vakta toppinn vestanhafs

Ofurhetjukvikmyndin Watchmen var sú vinsælasta í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina. Myndin þénaði 55,7 milljónir dala og er þetta stærsta opnunarhelgin það sem af er þessu ári.

Myndin byggir á frægri teiknimyndasögu um breyskar ofurhetjur sem eru hættar störfum.

Þrátt fyrir að myndinni hafi vegnað vel þá þénaði hún minna en Warner Bros., sem framleiðir myndina, gerðu ráð fyrir. Það vonaðist til að myndin færi yfir 60 milljón dala múrinn. Talið er að lengd myndarinnar, sem er 161 mínúta í sýningu, hafi haft nokkur áhrif, enda færri sýningar í boði á hverju kvöldi.

Vinsælasta kvikmyndin í síðustu viku Madea Goes to Jail féll í annað sætið og þénaði 8,8 milljónir dala.

Topp 10 listinn er eftirfarandi:

  1. Watchmen - 55,7 milljónir dala
  2. Madea Goes To Jail - 8,8 milljónir dala
  3. Taken - 7,5 milljónir dala
  4. Slumdog Millionaire - 6,9 milljónir dala
  5. Paul Blart: Mall Cop - 4,1 milljónir dala
  6. He's Just Not That Into You - 4 milljónir dala
  7. Coraline - 3,3 milljónir dala
  8. Confessions of a Shopaholic - 3,1 milljón dala
  9. Jonas Brothers: The 3D Concert Experience - 2,8 milljónir dala
  10. Fired Up - 2,6 milljónir dala.
Atriði úr Watchmen.
Atriði úr Watchmen. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar