Hjaltalín hefur upptökur á nýrri plötu

Hjaltalín á tónleikum.
Hjaltalín á tónleikum. mbl.is/Árni Sæberg

Hljómsveitin Hjaltalín hefur hafist handa við að taka upp sína aðra plötu. Upptökur fara fram í hinu goðsagnakennda hljóðveri Hljóðrita í Hafnarfirði og stjórnar Sigurður Guðmundsson upptökum. Hafa Siggi og liðsmenn Hjaltalín legið yfir upptökum úr hljóðverinu, aðallega frá 8. áratugnum, í leit að innblástri, að því er fram kemur í tilkynningu.

Frumburður Hjaltalín, Sleepdrunk Season, kom út í desember 2007, en platan hefur vermt listann yfir söluhæstu plötur landsins í hartnær ár. Einnig hefur platan vakið verðskuldaða athygli á meginlandi Evrópu og víðar.

Í dag var nýjasta lag lag sveitarinnar, sem heitir Út í bláinn, frumflutt hjá Sægreifanum úti við Reykjavíkurhöfn, en staðurinn er einmitt steinsnar frá æfingarhúsnæði sveitarinnar. Þetta nýja lag verður hins vegar ekki að finna á næstu breiðskífu Hjaltalín heldur verður það eingöngu fáanlegt á tónlist.is og mun allur söluhagnaður renna óskiptur til Foreldra- og styrktarfélags heyrnadaufra.

Hjaltalín, Kimi Records og Tónlist.is koma að þessu styrktarverkefni, og eins og áður segir mun öll sala á laginu renna óskiptur til Foreldra- og styrktarfélags heyrnadaufra.

Hin fyrsta eiginlega smáskífa næstu breiðskífu Hjaltalín kemur hins vegar út í apríl en lagið heitir Suitcase Man. Lagið hefur nú þegar vegar pantað af útvarpsmanninum Huw Stephens á BBC Radio 1 vegna safnplötu á vegum Wichita Records (Bloc Party, Peter, Björn & John o.fl.) sem mun innihalda hans nýjustu „uppáhalds sveitir“.

Hjaltalín hefur haldið sig til hlés á innlendum tónleikamarkaði undanfarið og er ætlunin að halda því áfram. Sveitin mun á næstu misserum að langmestu leyti halda sig við tónleikahald erlendis og er ekki gert ráð fyrir tónleikum hérlendis fyrr en næsta haust. Hljómsveitin mun þó koma fram á stórtónleikum í lok maí en þeir verða nánar auglýstir síðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka