Íslendingar í yfirhalningu

Karl Berndsen
Karl Berndsen

„Við finnum eðlilegar manneskjur sem þurfa samt kannski einhverja smá aðstoð. Þetta er ósköp venjulegt fólk í öllum stærðum og gerðum sem við heimsækjum,“ segir Karl Berndsen, umsjónarmaður Nýs útlits, sjónvarpsþáttar sem hefur göngu sína á SkjáEinum í næstu viku. Í hverjum þætti verður einn Íslendingur tekinn fyrir, og útliti hans breytt frá A til Ö.

„Við kíkjum inn í fataskápinn hjá fólkinu og fáum aðeins að kynnast því sem persónum. Svo förum við og verslum, kaupum ný föt og gerum algjöra yfirhalningu, bæði hár, förðun og fleira,“ segir Karl sem leggur þó ekki bara áherslu á ytra útlit í þáttunum.

„Við blöndum saman bæði innri og ytri fegurð, þannig að við tölum bæði við lýtalækna, húðlækna, tannlækna og svo allt yfir í sálfræðinga. Sem sagt; alla þá sem hjálpa okkur við að öðlast innri og ytri fegurð.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup