Lagi Georgíu vísað úr Eurovision

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur hafnað framlagi Georgíu í Eurovision söngvakeppninni á þeirri forsendu að nafn og texti lagsins, We don't wanna put in, brjóti í bága við reglur keppninnar. Þótt Georgíumenn neiti því hefur lagið augljóslega pólitíska skírskotun þar sem um er að ræða orðaleik með nafn Vladímírs Pútíns, forsætisráðherra Rússlands.

Fram kemur í yfirlýsingu frá EBU, að hópur sérfræðinga, sem hefur umsjón með söngvakeppninni, hafi komist að þeirri niðurstöðu að lagið væri ekki í samræmi við reglugerðarákvæði um að texti, orðræða og látbragð sem hægt sé að tengja við pólitík séu óheimil í keppninni. 

Georgía hefur frest til 16. mars, annaðhvort til að breyta texta lagsins eða velja annað lag.

Georgíumenn höfðu upphaflega lýst því yfir að þeir myndu ekki taka þátt í keppninni, sem haldin verður í Moskvu. Ástæðan er að þjóðirnar tvær áttu í stríðsátökum sl. sumar. En í febrúar var haldin undankeppni í Georgíu með skömmum fyrirvara og umrætt lag var valið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup