Michael Jackson á stjá á ný

Michael Jackson á blaðamannafundi í London
Michael Jackson á blaðamannafundi í London Reuters

Hinir fjölmörgu aðdáendur Michael Jackson geta nú heldur betur tekið gleði sína, en hið fimmtuga goð mun halda tuttugu og fimm tónleika í O2 tónleikahöllinni í London í sumar.  Fyrstu tónleikarnir verða þann 8. júlí og þeir síðustu 21. september.

Jackson kom nýverið fram á blaðamannafundi í London þar sem hann tilkynnti um tónleikana. Hann lék þar við hvern sinn fingur, jós aðdáendur sína lofi og var hreystin uppmáluð að sögn viðstaddra. Sjálfur segir hann að fái hann góðar viðtökur hjá Bretum, muni hann hugsanlega leyfa öllum jarðarbúum að njóta listar sinnar.

Margt hefur breyst frá því að Jackson hélt í síðustu tónleikaferð sína. Það var árið 1997,  á þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar í lífi söngvarans umbreytta. Hann hefur verið ákærður fyrir misnotkun á börnum, selt flestallar eigur sínar og vakið heimsathygli fyrir ýmist óvenjulegt atferli.

Það er helst að frétta af Jackson, sem nú er búsettur í Bahrain, að hann lagði nýlega fram kæru á hendur uppboðshúss í Los Angeles sem bauð upp ýmsa muni frá Neverland, fyrrum búgarði Jacksons. Meðal muna sem til stóð að bjóða upp voru stækkuð Rolls Royce bifreið, hlið búgarðsins og gimsteinaskreyttur hanski, sem væntanlega hefur prýtt hendi Jacksons í eina tíð. Söngvarinn heldur því fram að uppboðshúsinu sé óheimilt að bjóða munina upp á leyfis frá honum. Annars er hann býsna tíður gestur í dómssölum, en John Landis, sem framleiddi myndbandið við Thriller fyrir 25 árum síðan, stefndi Jackson nýlega vegna vanefnda á greiðslum fyrir myndbandið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir