Samkomulag um sambandsslitin

Palinfjölskyldan þegar Sarah var kynnt sem varaforsetsefni. Bristol er lengst …
Palinfjölskyldan þegar Sarah var kynnt sem varaforsetsefni. Bristol er lengst til hægri og heldur á litla bróður, Trig.

Dóttir Sarah Palin, ríkisstjóra í Alaska og fyrrum varaforsetaefnis repúblikana í síðustu forsetakosningum, hefur nú sagt skilið við barnsföður sinn, en þungun dótturinnar á sama tíma og hún og kærastinn væru í óvígðri sambúð varð að kosningamáli í baráttunni um forsetaembættið.

Bristol  Palin er nú 18 ára og hún eignaðst barn sitt, son, í desember sl. en að því er tímaritið People segir frá hefur hún nú slitið sambandi sínu við barnsföðurinn, Levi Johnston,  sem er 19 ára.

Sambandsslitin áttu sér fyrir fáeinum vikum, hefur blaðið eftir fólki nákomnu parinu, og að um gagnkvæmt samkomulag hafi verið að ræða. Bristol Palin hafði hins vegar í síðasta mánuði greint Föx fréttastöðinni frá því að hún hygðist ganga að eiga Johnston þegar þau hefðu lokið menntaskóla.

Þungun Bristol Palin upplýstist skömmu eftir að móðir hennar varð fyrir valinu sem varaforsetaefni John McCain í ágúst á síðasta ári, og varð snemma umtöluð í kosningabaráttunni.

Sarah Palin er heittrúuð og andstæðingur fóstureyðinga og getnaðarvarna, svo og kynmaka utan hjónabands. Hún hefur þó ætíð rætt um þungun dóttur sinnar í jákvæðu ljósi.

Dóttursonur hennar fæddist 27. desember sl. og hefur hlotið nafnið Tripp Easton Mitchell Johnston. Móðirin sagði í fyrrgreindu viðtali á Fox fréttastöðinni að auðvitað væri æskilegt að kynmök væru ekki stunduð utan hjónabands en taldi slíkt þó ekki raunsætt. Hún lét jafnframt þau orð falla að hún gæti hugsað sér að taka þátt í baráttu gegn ótímabærum barneignum unglinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar