Samkomulag um sambandsslitin

Palinfjölskyldan þegar Sarah var kynnt sem varaforsetsefni. Bristol er lengst …
Palinfjölskyldan þegar Sarah var kynnt sem varaforsetsefni. Bristol er lengst til hægri og heldur á litla bróður, Trig.

Dótt­ir Sarah Pal­in, rík­is­stjóra í Alaska og fyrr­um vara­for­seta­efn­is re­públi­kana í síðustu for­seta­kosn­ing­um, hef­ur nú sagt skilið við barns­föður sinn, en þung­un dótt­ur­inn­ar á sama tíma og hún og kærast­inn væru í óvígðri sam­búð varð að kosn­inga­máli í bar­átt­unni um for­seta­embættið.

Bristol  Pal­in er nú 18 ára og hún eignaðst barn sitt, son, í des­em­ber sl. en að því er tíma­ritið People seg­ir frá hef­ur hún nú slitið sam­bandi sínu við barns­föður­inn, Levi Johnst­on,  sem er 19 ára.

Sam­bands­slit­in áttu sér fyr­ir fá­ein­um vik­um, hef­ur blaðið eft­ir fólki ná­komnu par­inu, og að um gagn­kvæmt sam­komu­lag hafi verið að ræða. Bristol Pal­in hafði hins veg­ar í síðasta mánuði greint Föx frétta­stöðinni frá því að hún hygðist ganga að eiga Johnst­on þegar þau hefðu lokið mennta­skóla.

Þung­un Bristol Pal­in upp­lýst­ist skömmu eft­ir að móðir henn­ar varð fyr­ir val­inu sem vara­for­seta­efni John McCain í ág­úst á síðasta ári, og varð snemma um­töluð í kosn­inga­bar­átt­unni.

Sarah Pal­in er heit­trúuð og and­stæðing­ur fóst­ur­eyðinga og getnaðar­varna, svo og kyn­maka utan hjóna­bands. Hún hef­ur þó ætíð rætt um þung­un dótt­ur sinn­ar í já­kvæðu ljósi.

Dótt­ur­son­ur henn­ar fædd­ist 27. des­em­ber sl. og hef­ur hlotið nafnið Tripp Ea­st­on Mitchell Johnst­on. Móðirin sagði í fyrr­greindu viðtali á Fox frétta­stöðinni að auðvitað væri æski­legt að kyn­mök væru ekki stunduð utan hjóna­bands en taldi slíkt þó ekki raun­sætt. Hún lét jafn­framt þau orð falla að hún gæti hugsað sér að taka þátt í bar­áttu gegn ótíma­bær­um barneign­um ung­linga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Það mætti halda að þú værir sérstakur verndari erfiðs fólks, og það sækir í þig. Auðævi og bolmagn annarra koma þér að góðum notum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Það mætti halda að þú værir sérstakur verndari erfiðs fólks, og það sækir í þig. Auðævi og bolmagn annarra koma þér að góðum notum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Loka