Kaldastríðshetjur

„Ég er hingað kominn til þess að berjast fyrir frelsið, sannleikann og Ameríku.“ Þannig lýsir Súperman tilgangi sínum á þessari jörð fyrir Louis Lane í fyrstu kvikmyndinni um síðasta son Krypton. En hver er sannleikurinn um Ameríku, hverju myndu ofurhetjur raunverulega berjast fyrir í þeim heimi sem við byggjum? Í hvaða liði myndu þær vera?

Ofurhetjurnar hafa fengið ófáar andlitslyftingar í gegnum árin og endurnýjast með hverri kynslóð. Nú síðast komu kaldastríðshetjur Alan Moore úr Watchmen á hvíta tjaldið. Þar er árið 1985 og Nixon er ennþá forseti Bandaríkjanna, þökk sé ófyrirleitinni hetju. Þetta er ekki eina sagan sem endurskrifar mannkynssöguna með spandexklæddar ofurhetjur í huga. Hvað ef Súperman hefði lent í Sovétríkjunum? Hvað fannst Hitler um Súperman? En Stalín? Eru ofurhetjur hentug gereyðingarvopn? Svör við þessu má finna í næstu lesbók Morgunblaðsins þar sem kafað verður í sálarlíf ofurhetja - og lesenda þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir