Myndi hætta að syngja fyrir fullt og allt

Amy Winehouse og Blake Fielder-Civil
Amy Winehouse og Blake Fielder-Civil Reuters

Breska söngkonan Amy Winehouse er víst til–búin til að gera allt til að vinna aftur hjarta eiginmanns síns Blake FielderCivil. Hann situr nú í fangelsi og fór fram á skilnað við Winehouse eftir að fréttir bárust af því að hún hefði hitt aðra karlmenn í Karíbahafinu. Winehouse mun hafa skrifað á Facebook-síðuna sína nokkrum dögum eftir að hún sneri aftur til Englands: „Amy myndi hætta öllu til að fá hann aftur“. Og stuttu síðar skrifaði hún: „Ekkert er dýrmætara en Blake“. Vinir Winehouse eru hins vegar ekki eins vissir um kosti þess að hjónin taki aftur saman og benda á að Blake hafi þegar leyft 17 ára stúlku sem hann er orðaður við, að flytja inn til sín í Camden í London. Á sama tíma hefur Winehouse tekið upp betra líferni, borðar nú almennilegan mat í stað áfengis og eiturlyfja. Þá er bara að sjá hvað Blake finnst um ástarjátninguna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka